Í námskeiðinu Autonomous Learning ?>

Í námskeiðinu Autonomous Learning

Í námskeiðinu Autonomous Learning Systems eru annað slagið lögð fyrir forritunarverkefni. Eitt af því sem er sameiginlegt með þeim öllum er skilafresturinn. Þeim ber öllum að skila fyrir 27.júlí 2001. Þó langt sé í að skilafresturinn renni út hef ég hef reynt að vinna þessi verkefni jafnt og þétt. Hins vegar hef ég ekki verið duglegur við að skila þeim inn. Í dag ætlaði ég að breyta því með því að skila inn fjórum fyrstu verkefnunum (öllum verkefnunum sem lögð höfðu verið fyrir). Þegar ég ætlaði að sýna kennaranum fyrsta verkefnið kom í ljós að forritið virkaði ekki eins og það átti að gera. Ég þurfti því að leggja höfuðið í bleyti á ný til að reyna að leysa vandamálið. Ég átti hins vegar í mestu vandræðum með að skilja hvað ég hafði verið að hugsa fyrir rúmum mánuði síðan þegar ég bjó til forritið. Það endaði með því að ég endurgerði forritið frá grunni … og nú virkar það. Ég verð hins vegar að bíða í viku áður en að ég get gert aðra tilraun til að skila því inn.

Skildu eftir svar