Í dag var fyrsti ?>

Í dag var fyrsti

Í dag var fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Logic Tea. Þar gefst doktorsnemum og starfsmönnum rökfræðideildarinnar tækifæri til að kynna rannsóknir sínar. Eftir fyrirlesturinn er síðan drukkið te. Í dag fékk þó tedrykkjan samkeppni. Um það leyti sem umsjónarmenn fyrirlestrarraðarinnar buðu upp á ókeypis te, fréttist að félag tölvunarfræðinema byði upp á ódýran bjór úti í sólinni. Ég fór ásamt nokkrum samnemendum mínum út og nýtti mér seinni kostinn.

Í kvöld fór ég í mína fyrstu ökuferð í Amsterdam. Við stýrið var grískur kunningi minn. Ökuferðin fékk mig til að hugleiða hvort það að vera gangandi vegfarandi í Amsterdam væri í raun eins áhyggjulaust og ég hafði haldið. Ég veit nú ekki alveg hvort ég ætti að segja að ég hafi verið hræddur en hitt er víst að ég var afar feginn að vera í öryggisbelti. Sérstaklega þegar hann bakkaði á hraðbrautinni. Annars er Amsterdam borg þar sem bíll er ekki nauðsyn. Hér er tiltölulega milt veður, almenningssamgöngur eru góðar, hjólreiðabrautir eru góðar og borgin er tiltölulega lítil.

Skildu eftir svar