Browsed by
Month: maí 2001

Undanfarið hef ég átt ?>

Undanfarið hef ég átt

Undanfarið hef ég átt í mestu vandræðum með að finna eitthvað til að skrifa í dagbókina mína. Ekki það að líf mitt sé eitthvað viðburðafátækara en áður. Líklegri skýing er að ég þjást tímabundið að því sem kallast á ensku writers block (isl. skrifblokk). Ég vona að það fari að rætast úr þessu bráðum og ég fari að uppfæra dagbókina reglulegar.

Pearl Harbour er ofarlega ?>

Pearl Harbour er ofarlega

Pearl Harbour er ofarlega í huga margra þessa dagana. Næsta víst er að samnefnd bíómynd þar mikið að segja. Ég er nokkuð viss um að þessi mynd sé afar góð heimild um sjálfsímynd Bandaríkjamanna í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Ég er hins vegar ekki eins viss um að hún sé góð heimild um árásina á Pearl Harbour. Fróðlegt verður að vita hvernig viðtökurnar verða í Japan, einum mikilvægasta markaði Hollywood mynda utan Bandaríkjanna.

Fram til dagsins í ?>

Fram til dagsins í

Fram til dagsins í dag hafði ég aldrei heyrt á Ísland minnst í fréttasendingum cnn. Ekki einu sinni í veðurfréttunum. Ísland er nefnilega falið undir titlinum á evrópukortinu þeirra. Að vísu er afar ánægjulegt að heyra ekki minnst á Ísland í aðalfréttatímunum því að þeir fjalla í flestum tilfellum um sríðsátök í heiminum. Ég er ekki frá því að ég hafi fyllst miklu þjóðarstolti þegar sá á cnn frétt af flugfarþeganum sem með varalit að vopni, knúði flugvél til að…

Read More Read More

Ég fékk mér fyrsta ?>

Ég fékk mér fyrsta

Ég fékk mér fyrsta hjólatúrinn á nýja hjólinu mínu í morgun. Þetta virðist við fyrstu pedalstig vera fínasti gripur. Á íslenskan mælikvarða myndi hjólið líklega teljast bölvað drasl. Hér í Amsterdam eru hjólaþjófnaðir svo algengir að ekki borgar sig að fá sér gott hjól. Algengt verð fyrir nýtanlegt hjól er 25 gyllini (það er að segja ef það er keypt beint af þeim sem stal því (verðið fer hins vegar upp í 125 gyllini sé það keypt út úr búð))….

Read More Read More

Ég var í dag ?>

Ég var í dag

Ég var í dag spurður að því hvort mig langaði í fjólubláan hluta af skipi. Nágrannakona mín er að flytja vestur um haf á morgun. Eitt af því sem hún hafði ekki pláss fyrir í ferðatöskunum var fjólublá spýta sem hugsanlega hafði eitt sinn verið partur af skipi. Þó svo ég sé nokkuð viss um að mér muni aldrei aftur vera boðinn fjólublár partur af skipi, þá ákvað ég að afþakka boðið. Hins vegar bauðst ég til að kaupa hjólið…

Read More Read More

Ég skrapp í dag ?>

Ég skrapp í dag

Ég skrapp í dag á kaffihús með bandarískum málvísindanema. Hann er að gera rannsókn á notkun tilvísunarfornanfna í nokkrum tungumálum. Hann hafði átt í vandræðum með skilja sig (þ.e.a.s. hann átti í vandræðum með að skilja íslenska tilvísunarfornafnið sig (ég veit ekki neitt um hans eigin skilning á sjálfum sér enda kemur það mér ekkert við)). Hann vildi því spyrja innfæddan Íslending nokkurra spurninga um sig (þ.e.a.s. hann vildi spyrja um tilvísunafornanfnið sig (hafi hann einhverjar spurningar um sjálfan sig…

Read More Read More

Sumarið virðist ætla að ?>

Sumarið virðist ætla að

Sumarið virðist ætla að láta sjá sig á ný. Í dag var afar gott veður. Þó heiðskírt væri, sá ég ekki neinn stíga upp til himins. Hins vegar voru margir sem fengu sér bátsferð um síkin. Hollendingar eru ekki mikið fyrir staka frídaga í miðri viku. Af trúarlegum ástæðum neyðast þeir hins vegar til að gefa frí í dag. Til að láta það ekki skemma gleðina þá gefa þeir einnig frí á morgun.

Í námskeiðinu Autonomous Learning ?>

Í námskeiðinu Autonomous Learning

Í námskeiðinu Autonomous Learning Systems eru annað slagið lögð fyrir forritunarverkefni. Eitt af því sem er sameiginlegt með þeim öllum er skilafresturinn. Þeim ber öllum að skila fyrir 27.júlí 2001. Þó langt sé í að skilafresturinn renni út hef ég hef reynt að vinna þessi verkefni jafnt og þétt. Hins vegar hef ég ekki verið duglegur við að skila þeim inn. Í dag ætlaði ég að breyta því með því að skila inn fjórum fyrstu verkefnunum (öllum verkefnunum sem lögð…

Read More Read More

Ég fékk í dag ?>

Ég fékk í dag

Ég fékk í dag tölvupóst frá starfsmanni ensks ráðningafyrirtækis. Hann spurði hvort ég væri til í að vinna fyrir umbjóðanda sinn, þýskt upplýsingatæknifyrirtæki staðsett í Munchen. Þeir voru að leita að "strong linguist with a sound academic background and c.1-2yrs commercial OO programming experience (Java/C++)". Ég veit nú ekki alveg hvers vegna hann var að senda mér póst. Ég er nú hvorki sterkur né málvísindamaður.