Árla morguns rölti ég ?>

Árla morguns rölti ég

Árla morguns rölti ég heim úr bænum eftir vel heppnaða skemmtun. Ég fékk mér stuttan lúr til að safna orku fyrir komandi dag. Í hádeginu var haldið pönnukökupartí í eldhúsinu heima. Tilvalið að belgja sig út af pönnukökum áður en haldið var á ný niður í bæ.

Á drottnigardeginum er hverjum sem er heimilt að vera með markað. Út um alla borg er fólk að selja all milli himins og jarðar. Miðbærinn er fullur af fólki. Eins og nóttina áður er dansað á götum úti. Einnig mátti sjá pramma með dansandi fólki sigla um síkin.

Eftir að hafa þrammað um bæinn og dansað á strætum var ég vægast sagt ansi þreyttur þegar að kvöldi kom.

Skildu eftir svar