Nokkrir norskir og þýskir ?>

Nokkrir norskir og þýskir

Nokkrir norskir og þýskir kunningjar mínir leigðu bát til að sigla um síki borgarinnar. Ég fékk að fljóta með. Við eyddum þremur tímum í að sigla um borgina, drekka bjór og maula snakk. Öðru hvoru ákvað sólin að láta sjá sig. Þá gátum við baðað okkur í henni. Ekki datt okkur í hug að baða okkur í síkjunum.

Um kvöldið skrapp ég ásamt kunningjum mínum niður í bæ. Við röltum um götunar og virtum fyrir okkur mannhafið. Hér og þar um miðbæinn höfðu hugvitsamir íbúar leigt hljóðkerfi og stillt því upp út við glugga. Þeir sýndu síðan hæfni sína í plötusnúningi en fólkið á götunni fyrir neðan dansaði í takt við tónlistina, líkt og Jagger og Bowie gerðu forðum. Margir skemmtistaðir höfðu einnig flutt sín hljóðkerfi út á götu og alls staðar var dansað. Á miðnætti gekk drottningardagurinn í garð.

Skildu eftir svar