Nú er fyrsta misseri
Nú er fyrsta misseri mínu hér lokið. Á mánudaginn hefst nýtt misseri með nýjum kúrsum. Ég á í talsverðum vandræðum með að velja mér kúrsa. Ef ég ætti að taka þá kúrsa sem mér þykja áhugaverðir sæti ég uppi með þrefalt meira vinnuálag en hæfilegt er. Ég verð því að velja og hafna. Ég hef talað við einn og annan til að leita mér ráða um hvað sé best að gera. Einn sagði mér eitt en annar annað. Nú þar sem ég veit eitt og annað um kúrsana þá ætti valið að vera auðveldara.