Nú er það nokkuð ?>

Nú er það nokkuð

Nú er það nokkuð ljóst hvaða kúrsa ég ætla að taka á næsta misseri. Ég er að spá í að skella mér á tvo tölvunafræðilega kúrsa. Annar ber nafnið "Introduction to Information Retreval". Hann fjallar um fræðin sem liggja að baki leitarvélum. Hinn kúrsinn nefnist "Autonomous Learning Systems". Hann fjallar um það hvernig hægt er að fá tölvur til að læra. Eftir að hafa tekið þessa tvo kúrsa ætti ég ekki að þurfa að mæta í skólann framar. Ég bý bara til forrit sem mætir í tíma fyrir mig, nemur þær upplýsingar sem kennarinn hefur að miðla og lærir.

Skildu eftir svar