Ég fékk afar skemmtilegan ?>

Ég fékk afar skemmtilegan

Ég fékk afar skemmtilegan tölvupóst í dag. Það voru skilaboð frá umsjónarmanni Master of Logic námsins. Þar var mér tilkynnt að þar sem ég hafði staðist báða kúrsa á fyrsta misserinu mínu þá væri mér heimilt að hefja nám á öðru misserinu mínu. Þetta er nokkuð skondið þar sem það er vika síðan ég hóf nám á öðru misserinu mínu. Ég var því ekki alveg viss í hvaða tilgangi þetta bréf var sent. Aftast í bréfinu var hins vegar skýring. Þar stóð: "Þetta bréf var ritað 2.apríl, en ég gleymdi að senda þér það".

Skildu eftir svar