Ég byrjaði í dag ?>

Ég byrjaði í dag

Ég byrjaði í dag undirbúninginn fyrir drottningardaginn. Hollenskir verslunarmenn virðast taka hátíðardaga mun hátíðlegar en íslenskir kollegar þeirra. Verslanir verða lokaðar á mánudag og þriðjudag. Ég gerði því stórinnkaup í dag.

Á drottnigardeginum klæðast allir fatnaði í lit konungsfjölskyldunnar, appelsínugulum. Þar sem ég er haust en ekki vor, þá átti ég ekki eina einustu flík í þeim lit. Ég skrapp því í bæinn og keypti mér hollenska landsliðstreyju.

Skildu eftir svar