Fyrir rúmri viku síðan ?>

Fyrir rúmri viku síðan

Fyrir rúmri viku síðan sagði ég í dagbókinni frá því að ég hafði fengið tölvupóst, þar sem mér var tilkynnt að ég mætti hefja nám á mínu öðru misseri. Mér fannst þetta nokkuð skondið þar sem ég hafði þá þegar lokið rúmlega viku af öðru misseri. Enn skondnara var bréfið sem ég fékk í dag. Nú var mér tilkynnt á pappír að þar sem ég hefði staðist alla kúrsana á síðasta misseri þá væri mér heimilt að hefja nám á þessu misseri. Ég veit ekki hvort það sé almennt talið að ég sé sérlega tregur en það er ljóst að forsvarsmönnum Master of Logic námsins finnst vissara að tilkynna mér það nokkuð reglulega að ég hafi heimild til að stunda mitt nám.

Skildu eftir svar