Fékk heimsókn frá Vottum
Fékk heimsókn frá Vottum Jehóva í dag. Sem betur fer var ég að borða hádegismatinn og þeir sögðust ekki vilja trufla mig. Þeir héldu nú samt ræðu um það hvernig heimurinn gæti verið betri ef allir bara læsu Biblíuna.
Í dag skiptust á skin og haglél. Ég var nokkrum sinnum næstum farinn út í sólina. Þegar svo næsta hrina af hagli kom þá var ég feginn að ég hafði ekki látið verða að því.