Finnski nágranninn minn hélt
Finnski nágranninn minn hélt heim á leið í dag. Það var eitt og annað sem hann hugðist ekki taka með sér heim. Þeim hlutum ákvað hann að skipta á milli okkar nágrannanna. Í minn hlut kom jurtin Katarína, motta og blómavasi. Herbergið mitt er nú mun heimilislegra. Nú er bara að muna eftir að vökva jurtina.