Þegar ég var búinn ?>

Þegar ég var búinn

Þegar ég var búinn að innrita mig í flugið heim þurfti ég að finna út um hvaða hlið ég þyrfti að fara um borð í vélina. Ég leit á brottfara skjáinn. Þarna var gamla góða færslan, "19:45 – Reykjavik – B9". Ég hélt af stað í átt að hliði B9. Eftir að hafa gengið í stutta stund hugsaði ég með mér, "en ég er ekki á leið til Íslands". Ég leit því aftur á brottfararskjáinn. Þar fann ég það sem ég var að leita að, "19:45 – Amsterdam – B6". Ég komst um borð í rétta vél og ferðin heim til Amsterdam gekk vel. Ég læt það bíða betri tíma að fara heim til Íslands.

Skildu eftir svar