Eftir hádegismatinn pakkaði ég ?>

Eftir hádegismatinn pakkaði ég

Eftir hádegismatinn pakkaði ég nokkrum sokkum niður í tösku og hélt af stað út á lestarstöð. Þegar þangað var komið fékk ég að vita að lestarstarfsmenn væru í verkfalli. Til að draga út mætti verkfallsins höfu lestarstarfsmenn ákveðið að halda uppi samgöngum milli borgarinnar og Schiphol. Ég komst því klakklaust út á flugvöll. Þegar komið var á flugvöllinn var byrjað á að gegnumlýsa allan farangurinn minn til að athuga hvort ég væri nokkuð að flytja út gin eða klaufir. Þar sem ég hafði ekkert slíkt í farangrinum var mér hleypt að innritunarborðunum. Ekki var boðið upp á heitan mat í flugvélinni. Vegna hættu á útbreiðslu gin- og klaufaveiki var ekki treystandi að taka mat um borð í vélina á Schiphol. Því var boðið upp á kaldan mat frá Kastrup. Flugið gekk áfallalaust fyrir sig. Á Kastrup tóku pabbi, mamma, systir og frændi á móti mér.

Skildu eftir svar