Browsed by
Month: apríl 2001

Árla morguns rölti ég ?>

Árla morguns rölti ég

Árla morguns rölti ég heim úr bænum eftir vel heppnaða skemmtun. Ég fékk mér stuttan lúr til að safna orku fyrir komandi dag. Í hádeginu var haldið pönnukökupartí í eldhúsinu heima. Tilvalið að belgja sig út af pönnukökum áður en haldið var á ný niður í bæ. Á drottnigardeginum er hverjum sem er heimilt að vera með markað. Út um alla borg er fólk að selja all milli himins og jarðar. Miðbærinn er fullur af fólki. Eins og nóttina áður…

Read More Read More

Nokkrir norskir og þýskir ?>

Nokkrir norskir og þýskir

Nokkrir norskir og þýskir kunningjar mínir leigðu bát til að sigla um síki borgarinnar. Ég fékk að fljóta með. Við eyddum þremur tímum í að sigla um borgina, drekka bjór og maula snakk. Öðru hvoru ákvað sólin að láta sjá sig. Þá gátum við baðað okkur í henni. Ekki datt okkur í hug að baða okkur í síkjunum. Um kvöldið skrapp ég ásamt kunningjum mínum niður í bæ. Við röltum um götunar og virtum fyrir okkur mannhafið. Hér og þar…

Read More Read More

Ég byrjaði í dag ?>

Ég byrjaði í dag

Ég byrjaði í dag undirbúninginn fyrir drottningardaginn. Hollenskir verslunarmenn virðast taka hátíðardaga mun hátíðlegar en íslenskir kollegar þeirra. Verslanir verða lokaðar á mánudag og þriðjudag. Ég gerði því stórinnkaup í dag. Á drottnigardeginum klæðast allir fatnaði í lit konungsfjölskyldunnar, appelsínugulum. Þar sem ég er haust en ekki vor, þá átti ég ekki eina einustu flík í þeim lit. Ég skrapp því í bæinn og keypti mér hollenska landsliðstreyju.

Eftir að hafa þjáðst ?>

Eftir að hafa þjáðst

Eftir að hafa þjáðst af Magnúsar og Eyjólfs "syndrom-inu" í tæpa fjóra mánuði ákvað ég að fá mér GSM kort. Fyrir þá sem ekki vita þá er lýsing á Magnúsar og Eyjólfs "syndrom-inu" þannig: Ég á ekki síma. Hvers vegna ekki? Jú, því að það hringir ekki nokkur sála í mig. Hvers vegna ekki? Jú, af því að ég er ekki með síma.

Í dag var síðasti ?>

Í dag var síðasti

Í dag var síðasti skóladagurinn minn fyrir drottningardagsfríið. Á mánudaginn á er drottningardagurinn (raunar afmælisdagur drottningarmóðurinnar). Hollendingar hafa ekki þann sið sem tíðkast á Íslandi að gefa frí stöku sinnum í miðri viku. Hér er öllum frídögum smalað saman í eina viku (næstu viku). Nágranni minn, Kanadískur laganemi, er brátt á leið yfir hafið á ný. Leigusamningur hans rennur út 30.apríl. Í leigusamningnum er þó sérákvæði sem segir að ef svo vill til að lok leigusamnings séu ekki á virkum…

Read More Read More

Fyrir rúmri viku síðan ?>

Fyrir rúmri viku síðan

Fyrir rúmri viku síðan sagði ég í dagbókinni frá því að ég hafði fengið tölvupóst, þar sem mér var tilkynnt að ég mætti hefja nám á mínu öðru misseri. Mér fannst þetta nokkuð skondið þar sem ég hafði þá þegar lokið rúmlega viku af öðru misseri. Enn skondnara var bréfið sem ég fékk í dag. Nú var mér tilkynnt á pappír að þar sem ég hefði staðist alla kúrsana á síðasta misseri þá væri mér heimilt að hefja nám á…

Read More Read More

Kennarinn í Autonomous Learning ?>

Kennarinn í Autonomous Learning

Kennarinn í Autonomous Learning Systems tilkynnti í dag að hann ætli ekki eingöngu að kenna okkur stærðfræðina á bak við lærdóms reiknirit. Hann ætlar einnig að sýna okkur hvernig hægt er að verða ríkur af því að búa til slík reiknirit. Hann veit um hvað hann er að tala því að sjálfur varð hann ríkur af slíkri iðju. Eitt af því sem hann er að fást við í dag er gera keppnisskútu sem stjórnað er af tölvum. Ég veit að…

Read More Read More

Ég bjó í dag ?>

Ég bjó í dag

Ég bjó í dag til mitt fyrsta reiknirit sem getur lært. Lað les texta og reynir að búa til nýjar setningar byggðar á honum. Reikniritið er að vísu afar frumstætt og flestar setningar sem það býr til innihalda tóma vitleysu. Núna hef ég þó einhvern til að tala við ef mér leiðist.

Yfir hádegismatnum rökræddum við ?>

Yfir hádegismatnum rökræddum við

Yfir hádegismatnum rökræddum við nágrannarnir um alþjóðavæðingu. Aðal umræðuefnið var hvort Frjáls Viðskipti geti hamlað viðskiptum ef þau eru ekki frjáls. Það er að segja hvort alþjóðavæðing sé æskileg ef hún nær ekki til allra þjóða. Annars hafði ég ekki efnislega mikið til málanna að leggja þar sem nágrannar mínir nutu þess að hafa hlutfallslega yfirburði í þekkingu á málefninu, enda menntaðir í viðskiptalögfræði og hagfræði. Ég gat hins vegar nýtt mér hutfallslega yfirburði mína í rökfræði til að stýra…

Read More Read More