Um daginn pantaði ég ?>

Um daginn pantaði ég

Um daginn pantaði ég mér tölvu frá Dell. Síðan þá er ég búinn að vera að fylgjast með þróunarferli pöntunarinnar á netinu. Á heimasíðu Dell er valmynd þar sem hægt er að slá inn pöntunarnúmer. Þá birtast upplýsingar um hver staða pöntunarinnar er þ.e. "verið að ganga frá greiðslu", "pöntun í forvinnslu", "tölva í framleiðslu", "tölva i pökkun", "tölva í flutningum". Þegar tölvan er kominn út úr húsi hjá Dell er hægt að smella á tengingu við heimasíðu flutningafyrirtækisins og fá að vita hvar í veröldinni pakkinn er niðurkominn þessa stundina. Á morgun verður svo skemmtilegasti partur ferlisins. Það er afhendingin. Ég geri ráð fyrir að fylgjast með því í beinni, en ekki á netinu.

Skildu eftir svar