Til að reyna að
Til að reyna að hressa mig við eftir þreytulegan morgun ákvað ég að fara út að skokka. Við það eitt að reima hlaupaskóna hvarf úr mér öll þreyta. Ég var meira að segja svo hress að ég hljóp óvenju langt í dag. Það var þó heldur farið að draga af mér þegar ég kom heim. Ég átti í mestu vandræðum með að klöngrast upp stigann.