Nú er komið vor. ?>

Nú er komið vor.

Nú er komið vor. Að minnsta kosti var gerð vorhreingerning í eldhúsinu okkar. Atvinnuhreingerningarmenn mættu á staðinn og þrifu allt hátt og lágt (a.m.k. lágt og uppí u.þ.b. tveggja metra hæð. Þeir þrifu ekki ofan af eldhúsinnréttingunni. Þar hefur safnast fyrir steikarfeiti ansi lengi).

Ég skellti mér í bæinn og keypti mér flugmiða til Kaupmannahafnar. Áætluð lending þar er klukkan 18:45 á Skírdag. Ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir að það sé á nákvæmlega sama tíma sem mamma og pabbi áætla að lenda á Kastrup. Það verður því spennandi að vita hvor vélin verður á undan. Hver ætli verði fyrstur inn í flugstöðina? Ég, pabbi eða mamma? Ég legg til að sigurvegarinn í þeirri keppni fái páskaegg í verðlaun.

Skildu eftir svar