Ég reyndi að múta
Ég reyndi að múta nágrönnum mínum til að fá þá til að vaska upp. Ég sagðist ætla að baka handa þeim pönnukökur í dag ef það tækist að halda vaskinum í eldhúsinu án óhreins leirtaus yfir heila helgi. Því miður virkaði þetta ekki. Vaskurinn var fullur sem aldrei fyrr. Ég þarf því að reyna að finna önnur meðul til að fá fólk í uppvask.