Ég hafði heyrt að
Ég hafði heyrt að í gærkveldi hafði farið að bera á mjólkurskorti í Hollandi. Ástæðan er sú að ekki þykir skynsamlegt að flytja mjólk á milli staða vegna hættu á útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Það kom mér því skemmtilega á óvart að þó mjólkur deildin í stórmarkaðinum væri vissulega tómleg þá var samt sem áður til nokkir pottar af mjólk. Ég gat því byrgt mig upp af mjólk og jógúrti.