Brenndi mig á bjórflösku. ?>

Brenndi mig á bjórflösku.

Brenndi mig á bjórflösku. Það er nú ekki svo að Amstelinn hér sé svo volgur að hann valdi brunasárum. Ég nota bjórflöskur sem kertastjaka. Þegar ég ætlaði að setja nýtt kerti í stjakann brenndi ég mig á stútnum sem hafði hitnað þegar fyrra kertið brann upp.

Fékk lánað sjónvarp. Sá á BBC sýnt frá leik Leicester og Liverpool þar sem Lauksson (skrifað Gunnlaugsson) lagði upp seinna mark Leicester. Aðalástæðan fyrir því að ég fékk sjónvarpið lánað var til að geta horft á Formkorn1 (Formula1). Þar bar helst til tíðinda að uppáhald okkar Hollendinga Jos Verstappen lennti í níunda sæti.

Skildu eftir svar