Í dag gerði smá ?>

Í dag gerði smá

Í dag gerði smá hlé á vorhretinu. Sólin skein og hitastigið var ekki svo lágt. Ég nýtti tækifærið til að viðra mig. Ég fékk mér langan göngutúr um borgina. Ég rölti í gegnum Vondelpark, stærsta almenningsgarðinn hér í borg. Þar er stór og tilkomumikill rósagarður sem verður þó vafalítið tilkomumeiri þegar rósirnar hafa blómstrað. Fleirum en mér hafði dottið í hug að skreppa út. Margir lögðu leið sína í garðinn. Á síkjunum og ánni Amstel mátti sjá marga róðrarbáta. Í einni götu sem ég rölti eftir voru húsfreyjurnar þó ekki á þeim buxunum að skella sér út í sólina. Þær létu sér nægja að sitja fáklæddar úti í glugga. Fram til dagsins í dag hélt ég að slíkar húsfreyjur væri einungis að finna í rauða hverfinu.

Horfði á beina útsendingu frá Barcelona. Þar léku Andorramenn gegn Hollendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Hollendingar sigruðu leikinn auðveldega.

Skildu eftir svar