Browsed by
Month: mars 2001

Ég skrapp ásamt tveimur ?>

Ég skrapp ásamt tveimur

Ég skrapp ásamt tveimur nágrönnum mínum á markað í úthverfi Amsterdam. Það var meðal annars hægt að fá ferskan fisk á lægra verði en í stórmörkuðunum. Ég keypti mér laxbita og rækjur. Einnig keyptum við okkur saman fisk til að hafa í hádegismatinn. Þetta var frekar feitur bolfiskur, nokkurs konar hvítur lax. Við steiktum hann í smjöri og stráðum ferskri steinselju yfir. Borðuðum svo fiskinn ásamt hrísgrjónum, tómötum og brauði. Svo sannarlega vel heppnuð máltíð.

Til að reyna að ?>

Til að reyna að

Til að reyna að hressa mig við eftir þreytulegan morgun ákvað ég að fara út að skokka. Við það eitt að reima hlaupaskóna hvarf úr mér öll þreyta. Ég var meira að segja svo hress að ég hljóp óvenju langt í dag. Það var þó heldur farið að draga af mér þegar ég kom heim. Ég átti í mestu vandræðum með að klöngrast upp stigann.

Þegar ég finnski nágranni ?>

Þegar ég finnski nágranni

Þegar ég finnski nágranni minn sagði mér frá því að hann hugðist fylgjast með umferðinni í kvöld, hugsaði ég með mér: "Hann er líklega búinn að lesa yfir sig". Þegar líða tók á samtalið varð mér ljóst að hann hugðist fara í bíó og sjá myndina Traffic. Ég ákvað að skella mér með honum. Þegar við komum í kvikmyndahúsið voru langar biðraðir við miðasöluna. Á upplýsingaskilti stóð að einungis væru 22 miðar óseldir á myndina. Hvað var þá til ráða?…

Read More Read More

Nú er komið vor. ?>

Nú er komið vor.

Nú er komið vor. Að minnsta kosti var gerð vorhreingerning í eldhúsinu okkar. Atvinnuhreingerningarmenn mættu á staðinn og þrifu allt hátt og lágt (a.m.k. lágt og uppí u.þ.b. tveggja metra hæð. Þeir þrifu ekki ofan af eldhúsinnréttingunni. Þar hefur safnast fyrir steikarfeiti ansi lengi). Ég skellti mér í bæinn og keypti mér flugmiða til Kaupmannahafnar. Áætluð lending þar er klukkan 18:45 á Skírdag. Ég hef fyrir því áreiðanlegar heimildir að það sé á nákvæmlega sama tíma sem mamma og pabbi…

Read More Read More

Nú er svo sannanlega ?>

Nú er svo sannanlega

Nú er svo sannanlega (sönnun eftirlátin lesanda) farið að sjá fyrir endann á þessu misseri. Í dag klárði ég síðasta forritunarverkefnið í Semantics of Computation. Kennsla í inngangskúrsinum að rökfræði stendur hins vegar út næstu viku. Nýtt misseri hefst svo 9.apríl.

Það getur verið afar ?>

Það getur verið afar

Það getur verið afar fróðlegt að fylgjast með veðurfréttunum á cnn. Samkvæmt fréttum dagsins mun rigna í regnskógunum en líklega hangir hann þurr í eyðimörkinni. Því miður missti ég af því hvernig veðrið átti að vera í Amsterdam á morgun. Ég myndi skjóta á skúrir og fremur svalt.

Það gat nú verið ?>

Það gat nú verið

Það gat nú verið að þrettánda vika ársins myndi byrja með óheppni. Ég tapaði heilum klukkutíma í nótt. Fór að sofa rétt eftir miðnætti í gærkveldi. Þegar ég vaknaði átta tímum seinna var klukkan nokkrar mínútur yfir níu. Í nótt var nefnilega skipt yfir í sumartíma. Það þýðir að einni sekúndu eftir að klukkan var 1:59:59 varð hún 3:00:00. Mér skilst að ég fái til baka í október þennan klukkutíma sem ég tapaði (eða allavegana einn sambærilegan). Annars er þetta…

Read More Read More

Í dag gerði smá ?>

Í dag gerði smá

Í dag gerði smá hlé á vorhretinu. Sólin skein og hitastigið var ekki svo lágt. Ég nýtti tækifærið til að viðra mig. Ég fékk mér langan göngutúr um borgina. Ég rölti í gegnum Vondelpark, stærsta almenningsgarðinn hér í borg. Þar er stór og tilkomumikill rósagarður sem verður þó vafalítið tilkomumeiri þegar rósirnar hafa blómstrað. Fleirum en mér hafði dottið í hug að skreppa út. Margir lögðu leið sína í garðinn. Á síkjunum og ánni Amstel mátti sjá marga róðrarbáta. Í…

Read More Read More

Ég hafði heyrt að ?>

Ég hafði heyrt að

Ég hafði heyrt að í gærkveldi hafði farið að bera á mjólkurskorti í Hollandi. Ástæðan er sú að ekki þykir skynsamlegt að flytja mjólk á milli staða vegna hættu á útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Það kom mér því skemmtilega á óvart að þó mjólkur deildin í stórmarkaðinum væri vissulega tómleg þá var samt sem áður til nokkir pottar af mjólk. Ég gat því byrgt mig upp af mjólk og jógúrti.