Browsed by
Month: febrúar 2001

Var að skoða ibm.dk ?>

Var að skoða ibm.dk

Var að skoða ibm.dk og rakst á eftirfarandi upptalningu á þeim stöðum í Danmörku þar sem hægt er að kaupa ibm tölvur. Åbenrå … Esbjerg Færøerne Grønland Haderslev … Holbæk Island Kolding … Viby. Þessi síða hefur líklega ekki verið uppfærð eftir seinni heimsstyrjöld.

Á brú yfir eitt ?>

Á brú yfir eitt

Á brú yfir eitt síkjanna sá ég strákling með veiðistöng. Ég er ekki viss um að það sé mikið líf í síkjunum hér. Aftur á móti gæti ég trúað að þar séu ein gjöfulustu veiðisvæði stígvéla o.þ.h. Í þann mund er ég gekk framhjá stráknum á brúnni náði hann að landa 2ja punda tuskudruslu. Ég býst við að hún hafi verið jafn óæt og marhnúturinn sem ég veiddi niðri á höfn í Reykjavík hér um árið.

Fyrir tæpum tveimur vikum ?>

Fyrir tæpum tveimur vikum

Fyrir tæpum tveimur vikum lýsti ég yfir upphafi heilsuátaks. Ástæðan var sú að ég hafði drifið mig út að skokka. Ég endurtók leikinn í dag. Það sem í upphafi var heilsuátak hefur því umbreyst í heilsuátök. Svo er bara að vona að á morgun verði ég ekki með óbærilegar harðsperrur á helstu átakasvæðunum (þ.e. kálfunum og framanverðum lærunum).

Eftir að hafa rætt ?>

Eftir að hafa rætt

Eftir að hafa rætt við nokkra Finna hef ég tekið eftir að það er eitt sem þeir sakna allir frá heimalandinu. Þeir sakna þess að hafa ekki sauna. Það er svo sem engin furða því að næstum sérhvert finnskt heimili er útbúið slíku apparati. Ég fór að velta því fyrir mér hvað það fyrirbæri væri sem ég saknaði mest að heiman. Eftir talsverða íhugun komst ég að því að líklega væri ýsan það sem ég saknaði mest. Eini fiskurinn sem…

Read More Read More

Tók daginn heldur seint ?>

Tók daginn heldur seint

Tók daginn heldur seint vegna þreytu eftir gaman gærdagsins. Úr varð vel heppnaður hvíldardagur. Ákvað að kóróna hvíldina með því að skella mér út að borða í stað þess að elda sjálfur. Ég fann afar huggulegan portúgalskan stað í nágreninu. Fékk mér saltfisk að hætti Portúgala. Afar vel heppnuð máltíð.

Prófaði háskólamötuneytið sem staðsett ?>

Prófaði háskólamötuneytið sem staðsett

Prófaði háskólamötuneytið sem staðsett er í nágreni skrifstofunnar minnar. Þetta er sko engin VR-sjoppa heldur alvöru mötuneyti. Ég hafði lesið einhvers staðar að hægt væri að fá rétt dagsins, súpu, kjöt/fisk/grænmeti, og eplaböku fyrir 6 gyllini. Þegar á staðinn var komið komst ég að því að svo var ekki. Hins vegar var þetta heljar stórt hlaðborð þar sem hægt var að velja sér allt milli himins og jarðar. Ég ákvað að fá mér kínverska núðlusúpu, rúnstykki, djúpsteiktan ost og Fanta-legan…

Read More Read More

Ég varð fyrir stórkostlegri ?>

Ég varð fyrir stórkostlegri

Ég varð fyrir stórkostlegri lífsreynsu í dag. Það var í tíma í Recursion Theory. Kennarinn setti fram spurningu og gaf okkur smá tíma til að hugleiða hana áður en hann gæfi svarið. Að umhugsunartímanum loknum hóf hann að greina frá svarinu á hollensku. Í þann mund sem ég ætlaði að biðja hann um að skipta yfir í ensku varð mér ljóst að ég skildi hvað hann hafði sagt. Ég skildi það kannski ekki frá orði til orðs en nóg til…

Read More Read More