Browsed by
Month: febrúar 2001

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður ?>

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður nokkrum sokkum og hélt af stað út á lestarstöð. Tók þaðan lest til Schiphol. Frá Schiphol flaug ég til Kaupmannahafnar. Í flugvélinni las ég Berlinske á dönsku, hugsaði á íslensku og hlustaði á sessunauta mína tala á ensku. Þetta var talsvert ruglinslegt á köflum. Með nokkrum skrúfjárnstökum var móðurborði, örgjörva, minniskubbi, hörðum disk og kassa breytt í tölvu.

Ég hafði hugsað mér ?>

Ég hafði hugsað mér

Ég hafði hugsað mér að sofa lengi frameftir í morgun til að geta vakað lengi í kvöld og vaknað snemma í fyrramálið. Þau plön urðu að engu þegar dyrabjöllunni var hringt. Maðurinn sem hringdi sagðist vera með pakka handa mér. Þar sem ég átti von á skemmtilegum pakka að heiman varð ég ofsakátur og hentist niður stigann. Þegar niður var komið reyndist sendingin ekki vera að heiman, heldur frá bankanum mínum. Í pakkanum var einn sá allra fáránlegasti hlutur sem…

Read More Read More

Það var gott að ?>

Það var gott að

Það var gott að vakna í morgun við sólskin og blíðu. Það var að vísu ekki sérlega hlýtt en svo sannanlega ekki kalt. Þetta var svona veður sem fær mann til að kaupa flugmiða til Kaupmannahafnar. Það var einmitt það sem ég gerði í dag. Þegar ég var að borða hádegismatinn minn kom Nígerísk-ameríski nágranninn minn og bauð mér upp á hertan þorsk.

Nú fer að styttast ?>

Nú fer að styttast

Nú fer að styttast í að ég fái smá frí frá skóla. Það er nefnilega þannig mál með vexti að í næstu viku eru endurtektarpróf fyrir hollenska sluksa. Í þeirri viku eru engir fyrirlestrar. Eiginlega er kominn smá fríhugur í mig. Ég skilaði af mér tvennum heimadæmum í dag og á ekki að skila neinum dæmum fyrr en 26.febrúar. Í tilefni þess sló ég deginum upp í kæruleysi og slappaði af.

Á neðstu hæðinni í ?>

Á neðstu hæðinni í

Á neðstu hæðinni í húsinu þar sem ég bý er stórt ónotað svæði. Það var þar sem áðurnefnt sundlaugarpartí var haldið (sjá föstudaginn 2. febrúar). Þegar ég kom heim seinnipartinn í dag var búið að opna kaffihús í þessu rými. Það voru nokkrir íbúar neðstu hæðarinnar sem höfðu borið þangað borð og stóla úr herbergjum sínum. Þeir seldu te, kaffi, léttvín og bjór. Til að kóróna myndarskapinn buðu þeir upp á lifandi tónlist. Um var að ræða trúbador sem söng…

Read More Read More

Fyrir utan bókasafn sem ?>

Fyrir utan bókasafn sem

Fyrir utan bókasafn sem er mikið sótt af stærðfræðingum og öðru rökfræði þenkjandi fólki er ekki gæfulegt að setja upp skilti sem segir: Bannað er að taka töskur, poka, mat og drykk inn á bókasafnið. þegar meiningin er að segja: Bannað er að taka töskur, poka, mat eða drykk inn á bókasafnið. Skilti af fyrri gerðinni var upphaflega sett upp fyrir utan raunvísinda bókasafn Universiteit van Amsterdam. Því skilti hefur verið breytt þannig að krotað var yfir "og"-ið og sett…

Read More Read More

Föstudagur til föndurs. Dagurinn ?>

Föstudagur til föndurs. Dagurinn

Föstudagur til föndurs. Dagurinn í dag var hálfgerður föndurdagur. Ég eyddi honum í að leysa verkefni fyrir kúrsinn Semantics of Computation (Setningafræðilegir eiginleikar útreikninga). Þetta voru aðferðafræðilega einföld verkefni en afar tímafrek. Það má að vissu leyti líkja þeim við það að finna nál í heystakki. Aðferðafræðilega afar einfalt: "Fjarlægið eitt strá í einu úr heystakknum uns öll stráin hafa verið fjarlægð. Þá er nálin auðfundin." Framkvæmd verksins getur hins vegar orðið talsvert tímafrek. Nokkurs konar föndur.