Nú fer að styttast
Nú fer að styttast í að ég fái smá frí frá skóla. Það er nefnilega þannig mál með vexti að í næstu viku eru endurtektarpróf fyrir hollenska sluksa. Í þeirri viku eru engir fyrirlestrar. Eiginlega er kominn smá fríhugur í mig. Ég skilaði af mér tvennum heimadæmum í dag og á ekki að skila neinum dæmum fyrr en 26.febrúar. Í tilefni þess sló ég deginum upp í kæruleysi og slappaði af.