Fyrir utan bókasafn sem
Fyrir utan bókasafn sem er mikið sótt af stærðfræðingum og öðru rökfræði þenkjandi fólki er ekki gæfulegt að setja upp skilti sem segir:
Bannað er að taka töskur, poka, mat og drykk inn á bókasafnið.
þegar meiningin er að segja:
Bannað er að taka töskur, poka, mat eða drykk inn á bókasafnið.
Skilti af fyrri gerðinni var upphaflega sett upp fyrir utan raunvísinda bókasafn Universiteit van Amsterdam. Því skilti hefur verið breytt þannig að krotað var yfir "og"-ið og sett "eða" í staðinn.