Föstudagur til föndurs. Dagurinn
Föstudagur til föndurs. Dagurinn í dag var hálfgerður föndurdagur. Ég eyddi honum í að leysa verkefni fyrir kúrsinn Semantics of Computation (Setningafræðilegir eiginleikar útreikninga). Þetta voru aðferðafræðilega einföld verkefni en afar tímafrek. Það má að vissu leyti líkja þeim við það að finna nál í heystakki. Aðferðafræðilega afar einfalt: "Fjarlægið eitt strá í einu úr heystakknum uns öll stráin hafa verið fjarlægð. Þá er nálin auðfundin." Framkvæmd verksins getur hins vegar orðið talsvert tímafrek. Nokkurs konar föndur.