Flaug frá kaupmannahöfn til ?>

Flaug frá kaupmannahöfn til

Flaug frá kaupmannahöfn til Amasterdam. Það er gott að fljúga með SAS. Það er traust flugfélag og hægt er að bóka áfallalausa ferð. Hægt er að halla sér aftur í sætinu og lesa Berlinske Tidende. Á blaðsíðu tvö var frétt með fyrirsögninni: "SAS-fly nødlander i Kastrup".

Fékk gefins gömul hljómflutningstæki. Nauðsynlegt að geta hlustað á einhverja tónlist til að geta afmáð af heilanum barnalögin sem ég er búinn að vera að hlusta á alla síðustu viku.

Fór á aðalbrautarstöðina til að kaupa lestarmiða til Kölnar. Til að forðast biðraðir er þar vél sem prentar númer á miða og svo er afgreitt eftir númerum. Því miður kláraðist pappírinn í vélinni og það myndaðist biðröð við "afbiðröðunarvélina" meðan verið var að skipta um rúllu.

Fór á ítalskan veitingastað (tyrkneskur staður með ítölsku nafni) til að fá mér kvöldmat. Það getur verið afar einmanalegt að sitja einn og borða. Borðin á þessum stað voru hins vegar svo þétt hvert við annað að mér leið alls ekki eins og ég væri einn á borði. Við hliðina á mér sátu tveir Hollendingar og ræðu málin. Ég skemmti mér við að hlusta á samtal þeirra (án þess þó að skilja neitt). Enn átti hagur strympu eftir að vænkast. Kunningi Hollendinganna tveggja kom til að fá sér að borða. Þar sem ekki var pláss við borðið þeirra, lá beint við að kunninginn settist við borðið mitt. Umræðurnar færðust því að hluta yfir á borðið mitt. Afar ánægjulegt að vera formlega orðinn þátttakandi í umræðunum (án þess þó að skilja neitt).

Skildu eftir svar