Eftir að hafa rætt ?>

Eftir að hafa rætt

Eftir að hafa rætt við nokkra Finna hef ég tekið eftir að það er eitt sem þeir sakna allir frá heimalandinu. Þeir sakna þess að hafa ekki sauna. Það er svo sem engin furða því að næstum sérhvert finnskt heimili er útbúið slíku apparati.

Ég fór að velta því fyrir mér hvað það fyrirbæri væri sem ég saknaði mest að heiman. Eftir talsverða íhugun komst ég að því að líklega væri ýsan það sem ég saknaði mest. Eini fiskurinn sem mér hefur litist á hér er túnfiskur í dós. Ég hef hins vegar heyrt að hægt sé að fá ferskan fisk á útimarkaði í borginni. Ég hef ekki enn gefið mér tíma til að kíkja á hann til að finnna fisk sem gæti bætt upp fyrir ýsumissinn.

Skildu eftir svar