Ætlaði að ganga um
Ætlaði að ganga um hverfið til að kynnast því betur en varð frá að hverfa vegna hælsærisins sem ég varð mér úti um á miðvikudaginn. Notaði daginn til að lesa kynningarbækling um Holland. Hitti nokkra nágranna. Virðist allt vera prýðis fólk.
Það er nokkuð skemmtilegt að versla hér í borg. Kaupa eitthvað sem lítur vel út og fletta síðan upp í orðabók þegar heim er komið til að sjá hvað það er. Skv. ordabókinni minni fékk ég mér kalkúnagúllas í kvöld.