Skilaði af mér þremur ?>

Skilaði af mér þremur

Skilaði af mér þremur heimadæmaskömmtum í dag. Það var afskaplega mikill léttir enda annasöm törn að baki. Heimadæmin hafa ólíkt meira vægi í lokaeinkunn hér en heima. Ég er núna í tveimur kúrsum sem verða metnir til einkunnar. Í ödrum þeirra er vægi heimadæma og forritunarverkefna í lokaeinkunn 100%. Í hinum er vægi heimadæma 80% en í lokin verður heimapróf með vægi 20%. Ég er afskaplega feginn að vera laus við hefðbundin próf.

Það er margt skemmtilegt sem ber á góma í umræðum í eldhúsinu heima. Í kvöld ræddum við meðal annars um byssueign Bandaríkjamanna. Það kom fram í umræðuinni að þegar bann var lagt á uzi vélbyssur þar í landi hafi m.a. heyrst þau mótrök að slík byssueign væri nauðsynleg á svæðum þar sem veiðimennska væri hluti af lífsviddurværi.

Skildu eftir svar