Ísinn á síkinu hér ?>

Ísinn á síkinu hér

Ísinn á síkinu hér fyrir utan var örugglega orðinn 5mm í morgun. Ég byrjaði daginn á að horfa á endurnar renna á rassinn þegar lenntu á svellinu. Eftir að hafa horft á þær um stund heyrði ég í fjarska skruðninga sem færðust smám saman nær. Hér var á ferðinni bátur með ferðamenn í kynnisferð um borgina. Báturinn sigldi eftir síkinu endilöngu og skemmdi flotta ísinn. Ég man nú ekki eftir að hafa grátið þegar ég missti ísinn minn í æsku (þó ég hafi nú vafalítið gert það), en ég tók þennan ísmissi mjög nærri mér.

Um hádegisbilið fékk ég smá sárabætur í formi snjókomu (ís í formi … snjókomu). Það snjóaddi í nánast allan dag. Snjókoman var nú ekki afar þétt svo að það er rétt svo smá föl á götunum.

Ég ætlaði að kaupa mér fyrirlestraheftið í Recursion Theory, en fyrirlestrahefti eru eingöngu seld á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli 12:00 og 15:00.

Skildu eftir svar