Browsed by
Month: janúar 2001

Kennarinn í Recursion Theory ?>

Kennarinn í Recursion Theory

Kennarinn í Recursion Theory ákvað að leiða hjá sér það að ég afþakkaði að hann skipti yfir í ensku í fyrirlestrum. Þegar líða tók á kennslustundina var ég mjög sáttur við þessa ákvörðun hans. Þetta virðist nefnlega vera talsvert strembnari kúrs en aðrir kúrsar sem ég tek. Finnski nágranninn minn spurði mig í dag hvort það væri bar á Íslandi sem bæri nafnið K. ég kannaðist ekki við barinn. Hann sagðist hafa lesid bók eftir sköllóttan íslenskan kall og þar…

Read More Read More

Í lyftunni á leiðinni ?>

Í lyftunni á leiðinni

Í lyftunni á leiðinni á skrifstofuna mína velti ég því fyrir mér hvernig ég mynd i lýsa byggingunni sem var staddur í. Fyrsta orðið sem mér datt í hug var "riget". Tíu hæda "Lansa"-kubbur með löngum göngum og skorsteini sem rýkur úr. ég er viss um að húsið er byggt í mýri og fullt af draugum. Meira um þá þegar ég verð búinn að kynnast þeim.

Í sögu Cervates barðist ?>

Í sögu Cervates barðist

Í sögu Cervates barðist Don Kíkóti við vindmillur. Hér í Hollandi eru margar vindmillur en ég hef ekki enn fylgt fordæmi riddarans Kíkóta. Hins vegar eyddi ég talsverdum tíma dagsins í að berjast við ljósritunarvélar. Eftir harða og tvísýna baráttu hafði ég betur og náði að ljósrita kennsluefnið í Recursion Theory. Ég komst að því að stundaskrá okkar rökfræðinema var gölluð að því leyti að rangt stofunúmer var skráð fyrir kúrsinn Recursion Theory. Það skýrir af hverju enginn mætti í…

Read More Read More

Fór í fyrsta tímann ?>

Fór í fyrsta tímann

Fór í fyrsta tímann í Semantics of Computation. Þetta virðist í fljotu bragði vera frekar einfaldur kúrs. Ég var sá eini sem mætti í kúrsinn Recursion Theory. Enginn kennari, engir samnemendur. Fremur grunsamlegt. Það lítur út fyrir að ég geti bráðum útskrifast með doktorsgráðu í að búa til pasta með grænmetis-rjómaosts-sósu. Spurning dagsins: Grænmetis-rjómaosts-sósa er búin til með því að blanda saman steiktu grænmeti, rjómaosti og mjólk. Grænmetis-rjómaosts-sósan verður að innihalda a.m.k. eina tegund grænmetis og nákvæmlega eina tegund rjómaosts….

Read More Read More

Ætlaði að ganga um ?>

Ætlaði að ganga um

Ætlaði að ganga um hverfið til að kynnast því betur en varð frá að hverfa vegna hælsærisins sem ég varð mér úti um á miðvikudaginn. Notaði daginn til að lesa kynningarbækling um Holland. Hitti nokkra nágranna. Virðist allt vera prýðis fólk. Það er nokkuð skemmtilegt að versla hér í borg. Kaupa eitthvað sem lítur vel út og fletta síðan upp í orðabók þegar heim er komið til að sjá hvað það er. Skv. ordabókinni minni fékk ég mér kalkúnagúllas í…

Read More Read More

Búinn að hitta þrjá ?>

Búinn að hitta þrjá

Búinn að hitta þrjá nágranna. Allt laganemar. Einn nígerískur bandaríkjamaður og tveir kanadabúar. Ég er búinn að gleyma hvað þau heita ef ég hef á annað borð náð því þegar þau kynntu sig. Skoðaði skrifstofuna þar sem ég muna hafa aðstöðu. Virðast vera slappir stólar en ágætis tölvukostur.

Fór og hitti námsráðgjafann. ?>

Fór og hitti námsráðgjafann.

Fór og hitti námsráðgjafann. Ég verð í þremur kúrsum þetta misserið, inngangi að stædfræðilegri rökfræði, kúrsi um setningarfræðilega eiginleika forritunarmála og loks kúrsi um endurkvæmni fræði. Fór á kynnigarfund um námið. Hitti þar þrjá af þeim sex sem koma nýir inn í námið á þessari önn. Annars vegar tveir finnskir strákar með grunngráðu í heimspeki og málvísindum og eru að byrja í doktorsnámi í setningar- og merkingarfræði. Hins vegar indónesísk stelpa með grunngráðu í tölvunarfrædi og er að fara í…

Read More Read More

Skriffinsku dagur. ég notaði ?>

Skriffinsku dagur. ég notaði

Skriffinsku dagur. ég notaði daginn til að ganga frá þeirri formlegu pappírsvinnu sem ég átti eftir að ganga frá. ég byrjaði á að fara í bankann í næstu götu og til að stofna bankareikning. Þar sem ég hafði ekki meðferðis ljósrit af passanum mínum þá þurfti ég að fara í banka niðri í bæ til ad stofna reikninginn. ég fór því niður í bæ og stofnaði reikninginn. Þegar afgreiðslukonan hafði lokið vinnu sinnni lét hún mig hafa stafla af pappírum…

Read More Read More

Fór og gekk frá ?>

Fór og gekk frá

Fór og gekk frá skráningu í skólann og talaði vid umsjónarmann námsins míns. Ég er að gera tilraunir með hvernig er best að læra að rata. Ég skoðaði kort í smá tíma, fann út hvert ég átti að fara og lagði svo af stað, nokkurn veginn viss um í hvaða átt ég átti að fara en ekki með leiðina í kollinum. Einsetti mér svo að finna staðinn án þess að líta nokkru sinni á kort. Þetta gekk bara vel (a.m.k….

Read More Read More