Browsed by
Month: janúar 2001

Hollendingar eru ekki mikið ?>

Hollendingar eru ekki mikið

Hollendingar eru ekki mikið fyrir að flýta sér um of. Fimmtudaginn 4.janúar sótti ég um að fá öryggispassa, svo ég hefði 24/7 aðgang að skrifstofunni minni (24/7 á að tákna 24 tíma sólarhringsins og 7 daga vikunnar). Mánudaginn 8.janúar mætti ég í myndatöku fyrir passann. Þá var verið að mála myndatökuherbergið svo að ekki var hægt að taka myndir. Mér var sagt að prófa aftur i vikunni á eftir. Mánudaginn 15.janúar mætti ég aftur í myndatöku. Enn var verið að…

Read More Read More

Eyddi megninu af deginum ?>

Eyddi megninu af deginum

Eyddi megninu af deginum í að gera heimadæmi á skrifstofunni minni við afar athygliverðar aðstæður. Skrifstofubyggingin hefur háþróað hátalarakerfi til að láta vita þegar kviknað er í o.þ.h. Vegna þess að verið er að gera lagfæringar á byggingunni var ekki úr vegi að prófa kerfið í dag. Þetta var gert með því að útvarpa dagskrá hollenskrar útvarpsstödvar í gegnum kerfið. Ég hlustaði því á Britney Spears og fleira skemmtilegt meðan ég lærði. Þ.e.a.s. ef eitthvað heyrðist í hátalarakerfinu fyrir hávaðanum…

Read More Read More

Allur ís var horfinn ?>

Allur ís var horfinn

Allur ís var horfinn af síkjunum í morgun en smá snjóföl var ennþá á gangstéttum. Ég er að hugsa um að kaupa mér hjól á næstunni. Það eru fjórir verðflokkar á hjólum hér í borg. Í fyrsta lagi eru til búðir sem selja ný hjól á 1000-1500NLG. Einnig eru til búðir sem selja notuð hjól. Prísinn þar er annað hvort 250NLG fyrir betri gerðina af notuðum hjólum og 125NLG fyrir verri gerðina. Hjólin sem fást í þesssum búðum eru nýuppgerð…

Read More Read More

Ísinn á síkinu hér ?>

Ísinn á síkinu hér

Ísinn á síkinu hér fyrir utan var örugglega orðinn 5mm í morgun. Ég byrjaði daginn á að horfa á endurnar renna á rassinn þegar lenntu á svellinu. Eftir að hafa horft á þær um stund heyrði ég í fjarska skruðninga sem færðust smám saman nær. Hér var á ferðinni bátur með ferðamenn í kynnisferð um borgina. Báturinn sigldi eftir síkinu endilöngu og skemmdi flotta ísinn. Ég man nú ekki eftir að hafa grátið þegar ég missti ísinn minn í æsku…

Read More Read More

Það var kominn 1mm ?>

Það var kominn 1mm

Það var kominn 1mm þykkur ís á síkið bak við húsið mitt þegar ég vaknaði í morgun. Ef ég ætti skauta hefði ég eytt deginum í að skerpa þá og pússa. Nú er bara að vona að það bæti aðeins í frostið svo að það verði hægt að skauta um síkin. Ég las það einhvers staðar að það væri afar sjaldgæft að færi gæfist til slíks.

Ég kom í morgun ?>

Ég kom í morgun

Ég kom í morgun að skrifstofustýru ILLC þar sem hún stóð andvarpandi yfir prentaranum. Hún þurfti nefnilega að prenta út nokkur skjöl í snatri en sökum þess að tónerinn í prentaranum var af skornum skammti þá prentaðist hluti hverrar blaðsíðu ekki út. Þarna koma sér vel að hafa unnið við rekstur tölvukerfa. Ég opnaði prentarann, tók tónerinn úr, hrissti hann, setti hann aftur í og sagði stýrunni að prófa að prenta aftur. Viti menn tónerinn varð eins og nýr (a.m.k….

Read More Read More

Fór út með ruslið ?>

Fór út með ruslið

Fór út með ruslið í morgun. Amsterdam búar fara tvisvar í viku út með ruslið. Þá taka þeir alla ruslapoka heimilisins og setja þá út á gangstétt fyrir framan húsið. Ef allt er með felldu kemur svo ruslabíll stuttu seinna og hirðir sorpið. Ruslatunnur eru óþekkt fyrirbæri hér í borg. Fékk hollenska debetkortið mitt í dag. Þannig að núna get ég eytt peningum með hollensku debetkorti, íslensku debetkorti, íslensku vísakorti, ávísunum í gyllinum og ávísunum í evrum. Notaði þurrkara i…

Read More Read More

Skrapp á kaffihús í ?>

Skrapp á kaffihús í

Skrapp á kaffihús í morgun og fékk mér morgunkaffi og eplaköku. Fletti í gegnum de Volkskrant um leið og ég sötraði á kaffinu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi skilið mikið af því sem stóð í blaðinu en gat þó nokkurn veginn áttað mig á hvað nokkrar greinar snérust um með því að lesa fyrirsagnir og fyrstu línurnar. Ég sá einnig evrópukort sem var auðskilið og gat lesið af því að hitastigið í Amsterdam var tvær gráður en…

Read More Read More

Ákvað að slá þrjar ?>

Ákvað að slá þrjar

Ákvað að slá þrjar flugur í einu höggi í morgun, prófa hjólið mitt, kynnast borginni betur og athuga verð á tölvum. Hjólið mitt reyndist mæta væntingum mínum fullkomlega, það var hreinlega að hrynja í sundur. Ég var búinn að finna álitlega tölvubúð í öðrum enda borgarinnar. Ég leit á kort og áttaði mig á hvaða leið ég þyrfti að hjóla. Ferðin gekk yfir í hinn enda borgarinnar gekk vel. Þegar þangað var komið varð gengið ekki eins hagstætt. Mér tókst…

Read More Read More

Nýársfagnaður rökfræðideildarinnar var haldinn ?>

Nýársfagnaður rökfræðideildarinnar var haldinn

Nýársfagnaður rökfræðideildarinnar var haldinn með pompi og prakt um kaffileytið. Þar var tækifærið nýtt til að kynna og kynnast nýjum starfsmönnum deildarinnar sem og nýjum nemendum. Skálað var í kampavíni og snittum skolað niður með hollenskum bjór. Þetta var e.k. vísindaferð þar sem við heimsóttum okkur sjálf. Eftir hófið skrapp ég niður í bæ með tveimur finnskum kunningjum mínum og við fengum okkur að borða. Eins og rökfræðinemum sæmir reyndum við að leiða rökum að því hvernig best væri að…

Read More Read More