Lét loks verða af
Lét loks verða af því að finna not fyrir alla orkuna sem ég er búinn að verða mér úti um með pastaáti undanfarinna vikna. Ég fór út að skokka í hádeginu. Ég verð nú að viðurkenna að ég er í ekkert sérlega góðu formi þessa dagana. Ég man að ég lýsti því yfir síðast liðið vor að ég ætlaði að koma mér í hörkuform þá um sumarið. Ég hef vafalítið lýst því sama yfir þarseinasta vor og mun eflaust gera það næsta vor einnig. Einhverra hluta vegna standa heilsuátök mín ætíð stutt yfir. Ég held út í mesta lagi viku og geri svo ekkert í marga mánuði. Í viðleitni til að reyna að breyta þessu lýsi ég hér með yfir að ég ætla að koma mér í gott form fyrir næsta sumar.
Ég var svo þreyttur eftir hádegisskokkið að ég var næstum sofnaður yfir kvöldmatnum. Breytti út af vananum og fékk mér ekki pasta. Fékk mér steikta kjúklingavængi með hrísgrjónum og grænmeti. Prýðileg tilbreyting.