Kennarinn í Recursion Theory
Kennarinn í Recursion Theory ákvað að leiða hjá sér það að ég afþakkaði að hann skipti yfir í ensku í fyrirlestrum. Þegar líða tók á kennslustundina var ég mjög sáttur við þessa ákvörðun hans. Þetta virðist nefnlega vera talsvert strembnari kúrs en aðrir kúrsar sem ég tek.
Finnski nágranninn minn spurði mig í dag hvort það væri bar á Íslandi sem bæri nafnið K. ég kannaðist ekki við barinn. Hann sagðist hafa lesid bók eftir sköllóttan íslenskan kall og þar var talað um barinn K. ég fór að hugsa hvða sköllótti íslenski maður hefði skrifað bók um íslenska bari. Finninn sagðist þa mynna ad bókin héti 101 Reykjavík. Þá fór ég að ranka við mér og gat sagt að nafnið á barnum væri líklegast skáldskapur. Það kom mer skemmtilega á óvart að frétta að búið væri að þýða 101 á finnsku.
Skrapp á opið hús hjá alþjóða stúdentasamtökunum hér í borg. Ef barþjónn á Íslandi myndi rukka sjö og fimm fyrir lítinn bjór þá myndu viðbrögddin væntanlega verða "sjöhundruð og fimmtíu fyrir lítinn bjór!!!". Ef barþjónn í Amsterdam myndi rukka sjö og fimm fyrir lítinn bjór yrðu viðbrögðin "sjötíu og fimm krónur fyrir lítinn bjór!!!". Viðbrögð mín voru á seinni veginn í gær.
Ég kost að þvi að ég er orðinn þekktur í alþjóða samfélaginu hér. "Já þú ert íslenski gæinn með nafnið sem ómögulegt er að bera fram".