Ég rabbaði við námsráðgjafann
Ég rabbaði við námsráðgjafann minn í dag. Þar sem námið gengur samkvæmt áætlun þá var ekki um mikið að tala. Við ræddum því bara um kennaraverkfallið og íslenskt skattakerfi. Það ganga víst sögur um að við íslendingar séum ófáanlegir til að borga tekjuskatt. Og því væri enginn slíkur skattur á Íslandi.