Ég kom í morgun ?>

Ég kom í morgun

Ég kom í morgun að skrifstofustýru ILLC þar sem hún stóð andvarpandi yfir prentaranum. Hún þurfti nefnilega að prenta út nokkur skjöl í snatri en sökum þess að tónerinn í prentaranum var af skornum skammti þá prentaðist hluti hverrar blaðsíðu ekki út. Þarna koma sér vel að hafa unnið við rekstur tölvukerfa. Ég opnaði prentarann, tók tónerinn úr, hrissti hann, setti hann aftur í og sagði stýrunni að prófa að prenta aftur. Viti menn tónerinn varð eins og nýr (a.m.k. um sinn).

Við fyrstu kynni virðist skrifstofustýran vera afar indæl kona. Hún lítur út fyrir að vera kona sem bakar stundum köku og kemur með í vinnuna. Ég vona svo sannarlega að þetta sé rétt greining hjá mér.

Skildu eftir svar