Fór út með ruslið ?>

Fór út með ruslið

Fór út með ruslið í morgun. Amsterdam búar fara tvisvar í viku út með ruslið. Þá taka þeir alla ruslapoka heimilisins og setja þá út á gangstétt fyrir framan húsið. Ef allt er með felldu kemur svo ruslabíll stuttu seinna og hirðir sorpið. Ruslatunnur eru óþekkt fyrirbæri hér í borg.

Fékk hollenska debetkortið mitt í dag. Þannig að núna get ég eytt peningum með hollensku debetkorti, íslensku debetkorti, íslensku vísakorti, ávísunum í gyllinum og ávísunum í evrum.

Notaði þurrkara i fyrsta sinn á ævinni. Einstaklega skemmtileg lífsreynsla.

Skildu eftir svar