Fór í fyrsta tímann
Fór í fyrsta tímann í Semantics of Computation. Þetta virðist í fljotu bragði vera frekar einfaldur kúrs.
Ég var sá eini sem mætti í kúrsinn Recursion Theory. Enginn kennari, engir samnemendur. Fremur grunsamlegt.
Það lítur út fyrir að ég geti bráðum útskrifast með doktorsgráðu í að búa til pasta með grænmetis-rjómaosts-sósu. Spurning dagsins: Grænmetis-rjómaosts-sósa er búin til með því að blanda saman steiktu grænmeti, rjómaosti og mjólk. Grænmetis-rjómaosts-sósan verður að innihalda a.m.k. eina tegund grænmetis og nákvæmlega eina tegund rjómaosts. Ef á boðstólum eru 10 mismunandi tegundir grænmetis og 3 mismunandi tegundir rjómaosts, hversu margar ólíkar tegundir af grænmetis-rjómaosts-sósu er þá hægt að búa til? En ef sett er skilyrði um að hver sósa verði að innihalda a.m.k tvær tegundir grænmetis?