Það var kominn 1mm
Það var kominn 1mm þykkur ís á síkið bak við húsið mitt þegar ég vaknaði í morgun. Ef ég ætti skauta hefði ég eytt deginum í að skerpa þá og pússa. Nú er bara að vona að það bæti aðeins í frostið svo að það verði hægt að skauta um síkin. Ég las það einhvers staðar að það væri afar sjaldgæft að færi gæfist til slíks.