Í sögu Cervates barðist
Í sögu Cervates barðist Don Kíkóti við vindmillur. Hér í Hollandi eru margar vindmillur en ég hef ekki enn fylgt fordæmi riddarans Kíkóta. Hins vegar eyddi ég talsverdum tíma dagsins í að berjast við ljósritunarvélar. Eftir harða og tvísýna baráttu hafði ég betur og náði að ljósrita kennsluefnið í Recursion Theory.
Ég komst að því að stundaskrá okkar rökfræðinema var gölluð að því leyti að rangt stofunúmer var skráð fyrir kúrsinn Recursion Theory. Það skýrir af hverju enginn mætti í þá stofu sem ég var í. Ég hitti kennarann í dag og fékk að vita rétta stofuskipan og námsefni.
Þar sem námskeiðið í hollensku sem ég ætlaði að taka var uppbókað þá ákvað ég að taka frekar námskeið á hollensku. Þ.e.a.s. ég ákvað að afþakka það þegar kennarinn í Recursion Theory bauðst til að skipta úr hollensku yfir í ensku.