Browsed by
Month: janúar 2001

Eitt af því allra ?>

Eitt af því allra

Eitt af því allra skemmtilegasta við útlönd eru útlendingar. Það er gaman að lifa í alþjóðlegu samfélagi og kynnast fólki frá fjarlægum löndum og framandi menningarheimum. Kunningi minn, nígerískur Bandaríkjamaður sagði mér eftirfarandi sögu. Hann var eitt sinn í heimsókn í gamla heimalandi sínu Nígeríu. Hann hugðist nota fríið til að slappa af í gamla heimabæ sínum. Það var hins vegar nokkuð sem truflaði þá slökun. Maðurinn í næsta húsi hafði þann sið að spila háværa tónlist alla daga og…

Read More Read More

Það getur verið erfitt ?>

Það getur verið erfitt

Það getur verið erfitt að vera eini nemandinn í kennslustundum. Það krefst þess að nemandinn sé ávallt vel lesinn og alltaf með fulla einbeitingu í tímum. Það bætir svo sjaldnast úr skák að kennarinn tali stundum lágt, óskýrt og óljóst. Ofangreind lýsing passar vel við inngangskúrsinn að rökfræði sem ég er að taka. Það besta við þá tíma er hversu stutt þeir vara. Ég hitti kennarann einu sinni í viku. Dæmigerður tími felst í því að við ræðum síðustu heimadæmaskil…

Read More Read More

Skilaði af mér þremur ?>

Skilaði af mér þremur

Skilaði af mér þremur heimadæmaskömmtum í dag. Það var afskaplega mikill léttir enda annasöm törn að baki. Heimadæmin hafa ólíkt meira vægi í lokaeinkunn hér en heima. Ég er núna í tveimur kúrsum sem verða metnir til einkunnar. Í ödrum þeirra er vægi heimadæma og forritunarverkefna í lokaeinkunn 100%. Í hinum er vægi heimadæma 80% en í lokin verður heimapróf með vægi 20%. Ég er afskaplega feginn að vera laus við hefðbundin próf. Það er margt skemmtilegt sem ber á…

Read More Read More

Ég vil allra síst ?>

Ég vil allra síst

Ég vil allra síst fara að gerast talsmaður Microsoft en verð að viðurkenna að MSN Messenger er afar góð leið til að vera í sambandi við vini og vandamenn. Í dag átti ég rauntíma samtal við vini mína á Íslandi og í Bandaríkjunum með því að nota Messengerinn. Tal um Microsoft minnir mig annars á svolítið sem kennarinn minn í Recursion Theory sagði. Þegar við vorum að tala um tengsl reiknanleika og endurkvæmra falla sagði hann eftirfarandi: "menn áttuðu sig…

Read More Read More

Eyddi deginum í að ?>

Eyddi deginum í að

Eyddi deginum í að reyna að vinna upp það sem ég nennti ekki að læra í gær. Það gekk bara að mestu leyti ágætlega. Ég og Hanno, þýskur kunningi minn, eyddum tímanum milli 18:00 – 23:30 í að reyna að leysa verkefni í Recursion Theory sem samkvæmt kennslubókinni átti að vera auðleysanlegt. Við náddum nokkurn vegin að leysa verkefnið. Þó afköstin hafi ekki verið mikil í verkefnalausnum mælt þá "framleiddum" við mikið af auknum skilningi. Eftir lærdóminn kíktum við til…

Read More Read More

Þegar ég hugðist slökkva ?>

Þegar ég hugðist slökkva

Þegar ég hugðist slökkva á vekjaraklukkunni í morgun áttaði ég mig á hversu hart ég var sperrtur eftir skokk gærdagsins. Á einhvern óútskýranlegan hátt tókst mér þó að slökkva á vekjaranum og dröslast á fætur. Fætur sem voru vægast sagt sárþjáðir af harðsperrum. Það fer ekki vel saman að vera með harðsperrur í framanverðum lærunum og að ganga niður í móti. Þetta vissi ég í morgun þegar ég stóð á stigapallinum uppi á 5. hæð og bjó mig undir næstu…

Read More Read More

Lét loks verða af ?>

Lét loks verða af

Lét loks verða af því að finna not fyrir alla orkuna sem ég er búinn að verða mér úti um með pastaáti undanfarinna vikna. Ég fór út að skokka í hádeginu. Ég verð nú að viðurkenna að ég er í ekkert sérlega góðu formi þessa dagana. Ég man að ég lýsti því yfir síðast liðið vor að ég ætlaði að koma mér í hörkuform þá um sumarið. Ég hef vafalítið lýst því sama yfir þarseinasta vor og mun eflaust gera…

Read More Read More

Ég rabbaði við námsráðgjafann ?>

Ég rabbaði við námsráðgjafann

Ég rabbaði við námsráðgjafann minn í dag. Þar sem námið gengur samkvæmt áætlun þá var ekki um mikið að tala. Við ræddum því bara um kennaraverkfallið og íslenskt skattakerfi. Það ganga víst sögur um að við íslendingar séum ófáanlegir til að borga tekjuskatt. Og því væri enginn slíkur skattur á Íslandi.

Ég og þýskur kunningi ?>

Ég og þýskur kunningi

Ég og þýskur kunningi minn veltum því fyrir okkur í dag hvort það væri skynsamleg aðferð hjá mér að læra hollensku með því að lesa stærðfræðitexta. Við komumst að þeirri niðurstöðu að líklega yrði málfar mitt frábrugðið þeirra sem hafa lært málið með hjálp þar til gerðra kennslubóka. Þegar aðrir segja: "Ik wil graag koffie hebben" þá segi ég: "Definieer X door: X de klasse van al ik willen zijn. Koffie in X zijn". Kristján Rúnar Kristjánsson hélt því fram…

Read More Read More