Þessi dagur er tilvalinn
Þessi dagur er tilvalinn til að lesa og horfa á sjónvarp. Enda var það nákvæmlega það sem ég gerði framan af degi. Eftir hádegið beið mín afar spennandi verkefni. Það var að pakka tíu kílóum af bókum og einum litlum bakpoka ofan í ferðatösku og stóran bakpoka. Þess má geta ad bæði ferðataskan og bakpokinn voru full áður en verkið hófst. En það sannaðist að það er full þörf á stigbreytingunni fullur/fyllri/fyllstur, því að mér tókst, með því að umraða…